Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 21. mars 2024 22:01
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu þrennu Alberts í kvöld
Icelandair
Albert Guðmundsson var í essinu sínu í kvöld
Albert Guðmundsson var í essinu sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson kom að öllum mörkum íslenska liðsins í 4-1 sigrinum á Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Sóknarmaðurinn snéri aftur í landsliðið eftir margra mánaða fjarveru en hann hefur fagnað góðu gengi með Genoa í Seríu A á þessari leiktíð og tók það með sér inn í verkefnið.

Albert jafnaði metin með glæsilegri aukaspyrnu á 39. mínútu og átti síðan þátt í öðru markinu er hann tók hornspyrnu á hausinn á Sverri Inga Ingasyni, sem skallaði hann aftur fyrir sig á Arnór Ingva Traustason og þaðan í netið.

Undir lok leiksins gerði Albert tvö mörk á fjórum mínútum. Omri Glazer varði skot hans yfir sig og í netið á 83. mínútu áður en Albert hirti frákast eftir skot Jóns Dags Þorsteinssonar á 87. mínútu og fullkomnaði þar með þrennu sína.

Mikilvæg frammistaða og vonandi fáum við að sjá það sama gegn Úkraínu á þriðjudag..






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner