Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 21:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Á meira heima inn á fótboltavelli heldur en heima hjá sér"
Icelandair
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson var stórkostlegur þegar Ísland vann Ísrael 4-1 í undanúrslitum í umspili um sæti á EM í gær.


Hann skoraði þrennu og tók hornspyrnuna sem Arnór Ingvi Traustason skoraði úr.

Elvar Geir Magnússon og Sæbjörn Steinke ræddu um Albert ásamt Helga Sigurðssyni fréttamanni 433.is í þættinum Beint frá Búdapest strax eftir leikinn.

„Framan af leik var hann að spila eitthvað annað en hinir í liðinu. Hann var komin miklu lengra í hugsun, hann var farinn að kalla flétturnar sem áttu að koma og reyna fá Daníel til að gera annað en hann var að gera. Fótboltaheilinn í þessum gæja er ruglaður," sagði Sæbjörn Steinke.

„Sjálfstraustið er í hæstu hæðum, maður sér það langar leiðir. Það er svo nauðsynlegt að hafa einn svona gæja í liðinu sem getur tekið leiki upp á sínar eigin spýtur," sagði Helgi.

„Ég held að það lýsi honum best að hann á meira heima inn á fótboltavelli heldur en heima hjá sér. Hans náttúrulega umhverfi er bara fótboltavöllurinn," sagði Sæbjörn.


Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Athugasemdir
banner
banner