Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Grátlegt tap hjá lærisveinum Heimis - 35 sekúndum frá úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar hans í landsliði Jamaíku munu ekki spila um gullið í Þjóðadeild CONCACAF eftir að liðið tapaði fyrir Bandaríkjunum, 3-1, í undanúrslitum í nótt.

Strákarnir hans Heimis komust yfir gegn Bandaríkjunum eftir aðeins 30 sekúndur er Bobby Reid kom með háan bolta á fjærstöngina þar sem Greg Leigh var mættur til að stanga boltann í netið.

Bandaríkjamenn tóku við stjórninni eftir markið og sköpuðu sér mörg úrvalsfæri.

Vonarneistinn var að hverfa og var allt útlit fyrir að Jamaíka væri á leið í úrslit. Bandaríska liðið fékk hornspyrnu þegar um tæp mínúta var eftir af uppbótartímanum. Markvörðurinn Matt Turner mætti inn í teiginn til að auka möguleika Bandaríkjamanna og ætli það hafi ekki virkað að fjölga í teignum.

Þeir höfðu heppnina með sér því Cory Burke setti boltann í eigið net eftir hornspyrnuna og tryggði það Bandaríkjamönnum framlengingu.

Sóknarmaðurinn Haji Wright afgreiddi Jamaíku-menn þar með tveimur mörkum og kom sínum mönnum í úrslit Þjóðadeildarinnar.

Jamaíka mun spila um þriðja sætið gegn Panama, sem fer fram eftir tvo daga.
Athugasemdir
banner
banner
banner