Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 18:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Írskur sóknarmaður í Dalvík/Reyni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Dalvík/Reynir

Abdeen Temitope Abdul er genginn til liðs við Dalvík/Reyni og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni næsta sumar.


Abdul er 29 ára gamall írskur sóknarmaður og hefur spilað víðsvegar um heiminn. Hann lék síðast með Penang í Malasíu.

Þar á undan spilaði hann með KF Skënderbeu í Albaníu þar sem hann skoraði 14 mörk í 36 leikjum.

Dalvík/Reynir spilar í Lengjudeildinni eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegar í 2. deild síðasta sumar.

Komnir
Alejandro Zambrano frá Spáni
Björvin Máni Bjarnason frá KA (var á láni hjá Völsungi)
Freyr Jónsson frá Grindavík
Nikola Kristinn Stojanovic frá Þór
Markús Máni Pétursson frá KA
Máni Dalstein Ingimarsson á láni frá KA
Mikael Aron Jóhannsson frá KA
Valur Örn Ellertsson frá KA
Björgvin Mána Bjarnason frá KA

Farnir
Florentin Apostu til Ítalíu
Gunnlaugur Bjarnar Baldursson í Tindastól
Hamdja Kamara til Spánar
Númi Kárason í Magna
Toni Tipuric í Ægi
Auðunn Ingi Valtýsson í Þór (var á láni)
Kári Gautason í KA (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson í Þór (var á láni)
Þorvaldur Daði Jónsson í KA (var á láni)


Athugasemdir
banner