Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 22. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Afturelding vann sannfærandi sigur á Gróttu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Grótta 0 - 4 Afturelding
0-1 Hildur Björk Búadóttir ('18 , Sjálfsmark)
0-2 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('36 )
0-3 Hallgerður Kristjánsdóttir ('46 , Sjálfsmark)
0-4 Elfa Sif Hlynsdóttir ('80 )

Afturelding vann sannfærandi 4-0 sigur á Gróttu í B-deild Lengjubikarsins í gær.

Hildur Björk Búadóttir kom boltanum í eigið net á 18. mínútu áður en Hildur Karítas Gunnarsdóttir tvöfaldaði forystuna.

Snemma í síðari hálfleik kom þriðja markið og aftur var það sjálfsmark en í þetta sinn var það Hallgerður Kristjánsdóttir sem varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Elfa Sif Hlynsdóttir gerði út um leikinn þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum.

Sigurinn þýðir að Afturelding er á toppnum með 12 stig eftir fimm leiki á meðan Grótta er með fimm stig í 5. sæti.

Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 7 4 2 1 22 - 7 +15 14
2.    Grindavík 7 3 2 2 16 - 17 -1 11
3.    ÍA 7 2 4 1 12 - 10 +2 10
4.    HK 7 3 1 3 11 - 10 +1 10
5.    ÍR 7 3 0 4 10 - 14 -4 9
6.    Fram 7 2 2 3 18 - 21 -3 8
7.    FHL 7 2 2 3 12 - 17 -5 8
8.    Grótta 7 1 3 3 10 - 15 -5 6
Athugasemdir
banner
banner
banner