Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 12:51
Elvar Geir Magnússon
Ísak Bergmann enn og aftur í landsliðsverkefni á afmælisdeginum
Icelandair
Afmælissöngurinn var sunginn á æfingunni.
Afmælissöngurinn var sunginn á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson heldur upp á 21 árs afmæli sitt í dag. Það var sungið fyrir hann áður en landsliðsæfing hófst í Búdapest.

Ísak er vanur því að vera í landsliðsverkefni þegar hann heldur upp á afmæli sitt, hann hefur verið í verkefni fyrir land og þjóð fimm af síðustu sex árum.

Hann var ekki í landsliðsverkefni á afmælisdeginum 2020 vegna Covid heimsfaraldursins.

Ísak kom inn af bekknum í sigrinum frábæra gegn Ísrael í vikunni og gæti byrjað á þriðjudaginn þegar leikinn verður úrslitaleikur gegn Úkraínu í Póllandi en sigurliðið fær farseðilinn á EM í Þýskalandi.

Ísak hefur leikið vel fyrir Fortuna Düsseldorf en hann hefur spilað 25 leiki fyrir A-landsliðið og lék á árum áður 31 leik fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner