Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 23. mars 2024 13:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pellistri sár yfir stöðunni hjá Granada
Facundo Pellistri í leik með Man Utd
Facundo Pellistri í leik með Man Utd
Mynd: Getty Images

Facundo Pellistri er á láni hjá Granda frá Manchester United en hann er ansi svekktur með veruna á Spáni til þessa.


Granada er í næst neðsta sæti þrettán stigum frá öruggu sæti en Pellistri gekk til liðs við félagið í lok janúar og hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark.

„Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma hjá félaginu en svona er fótboltinn. Það eru góð og slæm augnablik og maður verður að vera klár í að breyta hugarfarinu og koma með góða orku," sagði Pellistri.

„Ég fæ margar mínútur hjá Granada. Ég er ánægður með það en sár yfir frammistöðu liðsins. Við viljum allir halda sætinu í deildinni og það er enn möguleiki. Ef tækifærið er enn til staðar munum við halda áfram að berjast."

Umboðsmaður Pellistri gagnrýndi Erik ten Hag á dögunum og sagði að það yrði erfitt fyrir leikmanninn að komast í lið United undir stjórn hollenska stjórans.


Athugasemdir
banner
banner