Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 22:42
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikar kvenna: Alda skoraði þrennu er Fram valtaði yfir ÍR
Alda Ólafsdóttir skoraði þrennu fyrir Fram
Alda Ólafsdóttir skoraði þrennu fyrir Fram
Mynd: Fram
Fram 7 - 0 ÍR
1-0 Alda Ólafsdóttir ('4 )
2-0 Murielle Tiernan ('11 )
3-0 Mackenzie Elyze Smith ('15 )
4-0 Alda Ólafsdóttir ('24 )
5-0 Alda Ólafsdóttir ('36 )
6-0 Murielle Tiernan ('41 )
7-0 Sara Svanhildur Jóhannsdóttir ('56 )

Alda Ólafsdóttir skoraði þrennu fyrir Fram sem valtaði yfir ÍR, 7-0, í B-deild Lengjubikarsins á Lambhagavellinum í kvöld.

Framarar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Alda skoraði fyrsta mark sitt á 4. mínútu og bættu ær Murielle Tiernan og Mackenzie Elyze Smith við tveimur mörkum á næstu tíu mínútum leiksins.

Alda gerði annað mark sitt á 24. mínútu áður en hún fullkomnaði þrennu sína tólf mínútum síðar. Tiernan gerði annað mark sitt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Aðeins eitt mark var skorað í þeim síðari en það gerði Sara Svanhildur Jóhannsdóttir, sem er á láni frá Blikum.

Fram er í 4. sæti með 7 stig en ÍR í 2. sæti með 9 stig. Fram hefur aðeins spilað fimm leiki á meðan ÍR hefur spilað sex.
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 7 4 2 1 22 - 7 +15 14
2.    Grindavík 7 3 2 2 16 - 17 -1 11
3.    ÍA 7 2 4 1 12 - 10 +2 10
4.    HK 7 3 1 3 11 - 10 +1 10
5.    ÍR 7 3 0 4 10 - 14 -4 9
6.    Fram 7 2 2 3 18 - 21 -3 8
7.    FHL 7 2 2 3 12 - 17 -5 8
8.    Grótta 7 1 3 3 10 - 15 -5 6
Athugasemdir
banner
banner