Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 29. mars 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um páskahelgina - Stórir úrslitaleikir og Mjólkurbikar
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekki mikið um að vera í íslenska boltanum um páskahelgina en hægt er að búast við miklum gæðum þar sem tveir úrslitaleikir fara fram.

Valur og Breiðablik eigast við í úrslitaleik í Lengjubikar kvenna í dag þar sem liðin mætast á heimavelli Vals við Hlíðarenda.

Liðin unnu sannfærandi sigra í undanúrslitum til að tryggja risaslag í úrslitum, en Blikar unnu 3-6 í Boganum á meðan Valur lagði Stjörnuna 4-0 í undanúrslitaleikjunum.

Annan í páskum eigast Víkingur R. og Valur við í karlaflokki þar sem reykvísku stórveldin berjast um titilinn Meistari meistaranna, sem er íslenskt afbrigði af hinum ýmsu ofurbikarkeppnum sem tíðkast víðsvegar um Evrópu.

Víkingur fær þátttökurétt fyrir að vinna bæði deild og bikar í fyrra, en Valur endaði í öðru sæti í deildinni og fær því að keppa þennan úrslitaleik.

Að lokum fer Mjólkurbikar karla af stað þar sem Augnablik og Léttir eiga heimaleiki.

Föstudagurinn langi:
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
13:00 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)

Annar í páskum - Mánudagur:
Meistarar meistaranna karlar
19:30 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)

Mjólkurbikar karla:
14:00 Augnablik-Álftanes (Fífan)
18:30 Léttir-ÍH (ÍR-völlur)
Athugasemdir
banner
banner
banner