Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   mán 13. maí 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Carragher og Neville völdu lið ársins á Sky - Pickford og Martínez
Jamie Carragher og Gary Neville völdu lið ársins
Jamie Carragher og Gary Neville völdu lið ársins
Mynd: Getty Images
Declan Rice og Gabriel voru í liðinu hjá Carragher og Neville
Declan Rice og Gabriel voru í liðinu hjá Carragher og Neville
Mynd: EPA
Sparkspekingarnir Jamie Carragher og Gary Neville hafa valið lið ársins í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabil en það gerðu þeir í lokaþætti Monday Night Football á Sky í kvöld.

Englendingarnir voru sammála um sjö leikmenn sem eiga skilið sæti í liðinu.

Gabriel Magalhaes, William Saliba, Declan Rice, Martin Ödegaard, Cole Palmer, Phil Foden og Rodri voru í báðum liðunum.

Báðir völdu fimm Arsenal-menn og þrjá frá Manchester City.

Neville valdi síðan þá Roberto Martínez, Erling Braut Haaland, Ben White og Destiny Udogie í lið sitt en Carragher var með Jordan Pickford, Virgil van Dijk, Kevin de Bruyne og Ollie Watkins.

Lið Carragher: Pickford; Saliba, Van Dijk, Gabriel; Rodri, Rice; Palmer, De Bruyne, Odegaard, Foden; Watkins.

Lið Neville: Martínez; White, Saliba, Gabriel, Udogie; Odegaard, Rodri, Rice; Palmer, Haaland, Foden.
Athugasemdir
banner
banner
banner