
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í Lengjudeild kvenna er lokið en Grindavík vann sinn fyrsta sigur er það rétt marði HK, 1-0, á meðan Grótta gerði 1-1 jafntefli við Aftureldingu á Vivaldi-vellinum.
Grindavík og HK mættust í Safamýrinni, sem verður heimavöllur Grindvíkinga í sumar.
Una Rós Unnarsdóttir skoraði sigurmarkið á 7. mínútu leiksins og nældi þar í fyrsta sigur Grindavíkur.
Þetta voru sömuleiðis fyrstu stig liðsins en HK er með eitt stig eftir tvo leiki.
Á Seltjarnarnesi gerðu Grótta og Afturelding 1-1 jafntefli. Saga Líf Sigurðardóttir skoraði mark Aftureldingar en Arnfríður Auður Arnarsdóttir jafnaði með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleiknum.
Afturelding er með 4 stig úr tveimur leikjum en Grótta tvö stig.
Úrslit og markaskorarar:
Grindavík 1 - 0 HK
1-0 Una Rós Unnarsdóttir ('7 )
Grótta 1 - 1 Afturelding
0-1 Saga Líf Sigurðardóttir
1-1 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('víti)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir