Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. febrúar 2024 15:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýr þjálfari KV í viðtali við stóran fjölmiðil - „Íslenski Will Still"
Orri Fannar Þórisson.
Orri Fannar Þórisson.
Mynd: KV
Í janúar var það tilkynnt að Orri Fannar Þórisson væri nýr þjálfari KV í 3. deild karla. Orri er fæddur árið 1996 og á leiki með KV tímabilin 2016, 2017, 2018 og 2020. Hann lék einn leik með KV í Lengjubikarnum síðasta vetur.

Hann þjálfaði lið Kríu á síðasta tímabili og kom liðinu upp úr 5. deildinni.

Orri er spennandi þjálfari en hann er í skemmtilegu viðtali við SportBible í dag. Það er stór fjölmiðill á Bretlandseyjum en í viðtalinu fer Orri yfir áhuga sinn á tölvuleiknum vinsæla Football Manager. Sá leikur hefur hjálpað Orra að finna ástríðuna fyrir þjálfun.

Í leiknum setur spilarinn sig í spor knattspyrnustjóra í hinum stóra heimi fótboltans. Leikurinn er mjög ítarlegur og kafað er djúpt ofan í hlutina.

„Draumur minn er að hjálpa liðinu að komast upp í sumar og gera fjölskylduna mína stolta," segir Orri í viðtalinu.

Orri segist hafa spilað Football Manager í 13.700 klukkutíma eða í um átta prósent af ævi sinni. Hann telur að leikurinn hafi hjálpað sér fyrir það starf sem hann vinnur núna.

„Football Manager hefur líka verið ákveðinn flótti á erfiðum tímum í lífinu. Ég finn ákveðna ró og truflun við það að spila leikinn og það hjálpar huganum að komast í stundarsakir frá því erfiða sem getur gerst í raunveruleikanum," segir Orri. Hann segist nota 4-2-3-1 leikkerfið mikið í leiknum og ætlar hann að nota útgáfu af því kerfi með KV í sumar.

„Ég get ekki beðið eftir að tímabilið fari af stað í maí og ég vona að Football Manager aðdáendur sem eru að ferðast til Íslands muni koma í Vesturbæinn og horfa á okkur spila."

Hann segir að vinir sínir kalli sig hinn „íslenska Will Still" þar sem hann er mikill Football Manager aðdáandi og á enn eftir að taka þjálfararéttindi, en það verður áhugavert að sjá hvort þessi efnilegi þjálfari nái að koma KV upp eftir tvö erfið sumur í röð hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner