Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 11. mars 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Khelaifi: Erum að byggja upp lið fyrir framtíðina
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Nasser Al-Khelaifi, forseti franska stórveldisins Paris Saint-Germain, telur félagið ekki þurfa að óttast þó Kylian Mbappé rói á önnur mið næsta sumar.

Al-Khelaifi segir að markmið félagsins sé að byggja sterkt lið með mikið af ungum leikmönnum sem geta spilað saman næstu árin til að mynda sterkan kjarna.

Búist er við að PSG kaupi unga og efnilega leikmenn næsta sumar til að styrkja hópinn eftir brottför Mbappe.

„Markmiðið okkar er að byggja lið fyrir framtíðina - lið sem getur spilað saman næstu sex til átta árin," sagði Al-Khelaifi.

„Við erum með yngsta liðið í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og við erum með yngsta liðið af topp 10 fótboltafélögum í Evrópu, það er eitthvað sem við erum stoltir af. Við erum líka með mikið af frönskum leikmönnum sem er mikilvægt. Við munum halda áfram að horfa til framtíðar á leikmannamarkaðinum."

Warren Zaïre-Emery, Lucas Beraldo og Bradley Barcola eru góð dæmi um unga leikmenn sem hafa verið að gera góða hluti með PSG á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner