
„Búin að vera erfiður kafli hjá okkur og lífsnauðsynlegur sigur og ég er ánægður hvernig við gerðum það" sagði Haraldur Hróðmarsson eftir endurkomu á Fjölnisvellinum.
Haraldur var ánægður með karakterinn eftir að hafa farið 2-0 undir í fyrri hálfleik.
„Ánægður með það að strákarnir sýndu þann karakter og vilja og gæði til þess að snúa leiknum við ég er hæstánægður. Búinn að vera erfiður kafli hjá okkur og lífsnauðsynlegur sigur og ég er ánægður hvernig við gerðum það."
Haraldur sagði að leikurinn datt smá fyrir Grindavík.
„Þetta var ógeðslega erfiður leikur og torsóttur, Fjölnir er enn með leikinn í fyrri hálfleiknum og við náum að snúa þessu. En hann hefði alveg getað líka farið á hinn veginn, Fjölnir klúðraði vítaspyrnu og leikurinn dettur svolítið fyrir okkur."
Athugasemdir