Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 12. mars 2024 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallgrímur Mar vonast til að ná næsta leik KA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hallgrímur Mar Steingrímsson er algjör lykilmaður í liði KA og því hafa einhverjir velt því fyrir sér af hverju hann hefur ekki verið með í síðustu leikjum liðsins. Hann spilaði einungis einn leik með liðinu í Lengjubikarnum vegna þess að hann meiddist eftir fyrsta leik þegar KA átti leik í Kjarnafæðismótinu.

Hallgrímur var tæklaður í ökklann og hefur verið frá síðustu vikurnar vegna meiðslanna.

Hallgrímur sagði við Fótbolta.net að hann væri byrjaður að æfa af fullum krafti með liðinu og vonaðist til að vera klár til að spila með KA í næsta leik liðsins. Ekki er þó víst hvenær sá leikur verður þar sem liðið hefur lokið leik í Lengjubikarnum og næsti staðfesti leiktími er í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þegar HK kemur í heimsókn 7. apíl.

KA gæti spilað æfingaleik um komandi helgi og svo er framundan úrslitaleikurinn í Kjarnafæðismótinu sem mun líklega fara fram fyrir mánaðamót.

Hallgrímur var stoðsendingahæsti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili og framlengdi samning sinn við KA út tímabilið 2025.
Athugasemdir
banner
banner