Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   þri 13. febrúar 2024 16:43
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron verður frá í tvo til þrjá mánuði
Eggert Aron Guðmundsson.
Eggert Aron Guðmundsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eggert Aron Guðmundsson, sem sænska félagið Elfsborg keypti frá Stjörnunni, fór í gær undir hnífinn vegna meiðsla í fæti.

Eggert meiddist í janúarverkefninu með íslenska landsliðinu og segir á heimasíðu Elfsborg að læknir liðsins, Matilda Lundblad, búist við því að hann snúi aftur á völlinn eftir 2-3 mánuði.

„Aðgerðin gekk vel og nú fylgjumst við með gangi mála dag frá degi svo hann fái eins góðan endurhæfingartíma og mögulegt er," segir Lundblad.

Eggert, sem er nítján ára gamall, átti frábært tímabil í Bestu deildinni á síðasta tímabili og var valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins. Elfsborg keypti hann af Stjörnunni og skrifaði hann undir samning til 2028.

Elfsborg, sem endaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, hefur leik í sænsku bikarkeppninni næsta sunnudag.

Fyrsti leikur Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni verður 1. apríl svo ljóst er að Eggert missir af byrjun deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner