Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2024 12:54
Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir að ganga í raðir Kristianstad
Guðný Árnadóttir er á leið í sænsku deildina.
Guðný Árnadóttir er á leið í sænsku deildina.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir er að ganga í raðir Kristianstad í Svíþjóð samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Sænska félagið mun líklega tilkynna félagaskiptin síðar í dag.

Hún kemur til félagsins frá AC Milan á Ítalíu þar sem hún hefur verið undanfarin ár. Hún var ekki í hóp í bikarleik fyrir þremur dögum, líklega því hún er á förum frá félaginu.

Guðný er 23 ára gömul. Hún er varnarmaður sem hefur spilað 26 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Hún hóf meistaraflokksferil sinn hjá FH en spilaði einnig hjá Val hér á landi áður en hún gekk til liðs við AC Milan árið 2020. Hún var lánuð til Napoli á fyrsta tímabilinu.

Hjá Kristianstad hittir Guðný fyrir Hlín Eiríksdóttur liðsfélaga sinn í landsliðinu og Kötlu Tryggvadóttur sem kom til félagsins frá Þrótti í vetur. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfaði liðið um árabil en hætti hjá þeim í haust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner