Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 25. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bournemouth ætlar að áfrýja rauða spjaldinu á Kerkez
Milos Kerkez
Milos Kerkez
Mynd: EPA

Bournemouth ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem Milos Kerkez leikmaður liðsins fékk í 1-0 sigri liðsins gegn Wolves í gær.


Kerkez fékk rautt spjald þegar hann braut á Matt Doherty þegar rúmar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Andoni Iraola sagði eftir leikinn að félagið ætli sér að áfrýja dómnum.

„Mér finnst þetta ver gult spjald. Ég held hann fái þriggja leikja bann. Hann fer með einn fót og beygir hann til að koma í veg fyrir að meiða leikmanninn. Við munum áfrýja þessu því ég tel að refsingin sé ekki réttmæt," sagði Iraola.

Sjáðu tæklinguna hér


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner