Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
   fös 13. október 2023 13:00
Hafliði Breiðfjörð
Ný íslensk fótboltamynd í bíó
Mynd: Heimaleikurinn
Mynd: Heimaleikurinn
Mynd: Heimaleikurinn
Fótbolta heimildarmyndin Heimaleikurinn sem fjallar um hina ótrúlegu sönnu sögu um upprisu UMF Reynis á Hellissandi eftir 25 ára dvala er frumsýnd í dag í Smárabíó og Bíó Paradís.

Heimaleikurinn er kómísk tilraun Kára Viðarssonar til að klára misheppnað verkefni föður síns: Að safna í lið af misgóðum heimamönnum til að spila heimaleik í Mjólkurbikarnum á 25 ára gamla vellinum þeirra á Hellissandi sem hefur aldrei verið notaður.

Myndin breiðir út boðskap ungmennafélagsandans um það að allir þeir sem hafi áhuga megi taka þátt í fótbolta, burtséð frá aldri, getu og kyni.

Myndin vann Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2023, og Áhorfendaverðlaun Nordisk Panorama í keppni um bestu norrænu heimildarmyndarinnar í Malmö á dögunum. Myndin er að hitta vel í mark hjá áhorfendum og er í anda þátta eins og Welcome to Wrexham og Sunderland 'Til I die þar sem ástríða lítils samfélags setur af stað öskubusku ævintýri sem gæti ekki verið skrifað.

Íslenska kvennalandsliðið fékk sérstaka forsýningu af myndinni á dögunum og KSÍ hefur gefið út myndband með viðbrögðum leikmanna sem voru vægast sagt góð.



Almennar sýningar hefjast í Smárabíó og Bíó Paradís í dag, Föstudaginn 13. Október og myndin verður í sýningum í takmarkaðan tíma. Engin fótboltaáhugamaður má láta þessa framhjá sér fara.

Leikstjórn: Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson
Athugasemdir
banner