Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   mán 15. október 2018 18:27
Egill Sigfússon
Milos: Betra að tapa einu sinni 6-0 heldur en sex sinnum 1-0
Icelandair
Milos Milivojevic
Milos Milivojevic
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Sviss klukkan 18:45 í kvöld á Laugardalsvelli í Þjóðardeild UEFA. Milos Milojevic fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks og núverandi þjálfari Mjallby í Svíþjóð er mættur á Laugardalsvöll að fylgjast með leiknum.

Milos segir að hann hafi fulla trú á að Ísland sýni flottan leik í kvöld og segir liðið eiga skilið frábæran stuðning frá stúkunni í kvöld.

„Ég er alveg viss um að við spilum vel í kvöld, mér fannst fullt af fólki alltof neikvætt eftir tapið ytra. Ég hef alltaf sagt að það sé betra að tapa einu sinni 6-0 heldur en 6 sinnum 1-0 og ég vona að landsliðið fái þann stuðning sem það á skilið enda skilað okkur frábærum árangri í mörg ár."

Milos er að þjálfa Mjallby í Svíþjóð og er búinn að koma liðinu upp í Sænsku B-deildina eftir að hafa tekið við liðinu fyrr á tímabilinu. MIlos segir að það hafi gengið eins og í sögu síðan hann tók við og kveðst ekki vera á leið aftur til Íslands.

„Allir eru mjög sáttir núna þegar fjórir leikir eru eftir og við erum komnir upp. Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari og yfirmaður Akademíunnar en svo hætti aðalþjálfarinn og ég tók við og það hefur gengið mjög vel."

Milos kom til landsins til að fylgjast með U21 árs landsliðinu en sagði að fyrst að var A-landsleikur líka lætur hann sig ekki vanta.

„ Ég er aðallega kominn til að horfa á U21 árs landsliðið á morgun en þegar er landsleikur þá læt ég mig ekki vanta á völlinn!!"
Athugasemdir
banner
banner
banner