Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 17. mars 2024 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Keane hrósar leikskipulaginu hjá Ten Hag - „Lögðu ekki rútunni í dag“
Roy Keane
Roy Keane
Mynd: Getty Images
Roy Keane, fyrrum leikmaður Manchester United á Englandi, er vongóður um að 4-3 sigurinn á Liverpool í 8-liða úrslitum enska bikarsins sé ákveðin vendipunktur tímabilsins hjá liðinu.

Tímabilið hjá United hefur verið upp og niður til þessa. Liðið er ekki lengur í Evrópu og aðeins í baráttu um einn bikar.

Liðið tók stórt skref í átt að úrslitaleik enska bikarsins með sigri á erkifjendum sínum í dag.

„Man Utd var gagnrýnt fyrir nokkrum mánuðum fyrir að fara á Anfield og ná í markalaust jafntefli með því að leggja rútunni. Þeir gerðu það svo sannarlega ekki í dag.“

„Þetta er risastórt, svona ef við tölum um að ná skriðþunga á tímabilinu. Það leit út fyrir að þeir væru að fara tapa, miðað við gengið í síðari hálfleik, en við höldum áfram að tala um trú, það er að segja varðandi það að vinna stóru leikina. Þú ert hjá Manchester United til að vinna þessa stóru leiki.“

„Þeir hafa tapað of mörgum á þessu tímabili og ekki mætt í þá leiki en í dag gerðu þeir það og vonandi mun það gefa leikmönnum trú og farið fullir tilhlökkunar inn í undanúrslitin,“
sagði Keane.

United er einnig í baráttu um að komast í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð. Liðið er í 6. sæti sem stendur en Aston Villa og Tottenham töpuðu bæði stigum um helgina sem gefur United ágætis von.
Athugasemdir
banner