Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   fös 17. maí 2019 23:15
Sævar Ólafsson
Stebbi Gísla: Mætum ekki rétt inn í leikinn og töpum í fyrri hálfleik
Svart og hvítt á milli hálfleikja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn sáu á eftir stigunum þremur í kvöld í hendur vel skipulagðra Njarðvíkinga. Stefán Gíslason þjálfari Leiknis var tekinn tali í loks leiks

"Við erum náttúrulega ekki sáttir. En ég samt eins sáttur með seinni hálfleik og ég er ósáttur með fyrri hálfleik."

"Þetta var svart og hvítt hjá okkur á milli hálfleika í dag þannig að ég tek það jákvæða og við höfum eitthvað til að byggja á eins og seinni hálfleikurinn þróaðist og við náðum að stjórna leiknum."

Leiknismenn fóru illa að ráði sínu í mörgum efnilegum upphlaupum þar sem viss gæðabrestur virtist vera einkennandi á síðasta þriðjung
"Það er í rauninni ráðgáta hvernig við náðum ekki að skora neitt mark. Það er jákvætt hinsvegar að við náum að skapa færi og stjórnum leiknum í seinni hálfleik."




Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  2 Njarðvík

Eftir brösugan fyrri hálfleik gerðu Leiknismenn tvær breytingar ásamt því að leggja í stórar áherslubreytingar og skipta um leikkerfi.
"Við mætum ekki rétt inn í leikinn og töpum á fyrri hálfleik
Við vildum bara mæta þeim eins og vi vildum gera frá byrjun – við vorum passívir í byrjun og vorum seinir. Vorum ekki fyrstir á bæði fyrst eða seinni bolta og vorum bara passívir
Vorum ekki aggresívir og fórum ekki út í leikinn eins og við vildum en við gerðum það í seinni hálfleik.
Gerðum tvær breytingar og breyttum líka um kerfi, fórum í 4-4-2 með tvo upp á topp."


Reikistefna var eftir að Elías dómari flautaði til leiksloks þar sem Valur Gunnarsson markmannsþjálfari Leiknis fékk að líta rauða spjaldið eftir orðaskipti við dómaratríóið.
"Ég held það það hafi í raun verið sáralítið – hann talaði við dómarana eftir leik á mjög rólegan og yfirvegaðann hátt og það sem hann segir og ég trúi og treysti honum 100% þá fannst mér það ekki verðskulda rautt spjald. Klárlega ekki."

Einn sigur úr fyrstu þremur leikjunum er dræm niðurstaða og varla í takt við tilætlanir liðsins.
"Við erum það ekki – samkvæmt okkar markmiði ætluðum við að vera með fleiri stig fyrir fyrstu fjóra leikina og við náðum því ekki, þannig að vi. ð þurfum að endurstilla það af og halda áfram."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner