Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   þri 19. mars 2024 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Draumur að geta unnið titilinn þar og farið á Evrópumótið með landsliðinu"
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: FCM
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Sverrir Ingi Ingason miðvörður íslenska landsliðsins og danska liðsins Midtjylland var í viðtali hjá Fótbolta.net í dag á hóteli landsliðsins í Búdapest.


Sverrir Ingi gekk til liðs við Midtjylland siðasta sumar frá PAOK í Grikklandi en þar áður var hann leikmaður Rostov í Rússlandi.

„Ég er búinn að vera lengi langt frá Íslandi þannig það var kominn tími fyrir mig að breyta um umhverfi og fékk þetta tækifæri að fara til Danmerkur og er mjög ánægður þar," sagði Sverrir Ingi.

„Það hefur gengið vel sérstaklega upp á síðkastið. Stórir mánuðir framundan hjá félagsliði og landsliði. Það væri draumur að geta unnið titilinn þar og í kjölfarið farið á Evrópumótið með landsliðinu, það eru spennandi tímar framundan og mikil tilhlökkun."

Midtjylland hefur verið á frábæru skriði í dönsku deildinni að undanförnu og er á toppi deildarinnar, stigi á undan Bröndby.

„Það voru margir ungir og efnilegir leikmenn sem komu inn (í sumar) og við áttum í erfiðleikum að fara af stað. Ég lenti í meiðslum í upphafi tímabils og var aðeins í burtu. Eftir október höfum við verið á góðu skriði og unnið níu af síðustu tíu leikjum og hefur verið mikill stígandi í þessu hjá okkur," sagði Sverrir.

Sverrir Ingi fékk að líta rauða spjaldið í leik Midtjylland gegn AGF í síðasta mánuði og var því í banni í toppslagnum gegn FC Kaupmannahöfn í kjölfarið.

„Það koma móment þar sem maður gerir stór mistök og ég átti einn af þessum leikjum í þessum leik. Ég held ég sé með nógu mikla reynslu til að getað snúið við blaðinu. Ég tek þetta á mig, þetta er partur af þessu, stundum áttu góða leiki og stundum slæma og slæmi leikurinn kom þarna, það er bara fínt að hann kom þarna. Maður þarf að læra af sínum mistökum og ég tel mig hafa gert það," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir fór beint i byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbannið. Hann var ekki hræddur um að missa sætið sitt.

„Ég reyni að hugsa um sjálfan mig og reyni að gera það sem ég get. Svo er það undir þjálfaranum komið og hann treysti mér að koma inn eftir leikbannið. Við höfum unnið síðustu tvo leiki og haldið hreinu í þeim báðum. Við erum á góðu skriði og vonandi getum við haldið því áfram," sagði Sverrir.


Sverrir Ingi: Tvö bestu móment mín sem fótboltamaður
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner