Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 14:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorsteinn benti á misskilning: Þið eruð náttúrulega bara blindir
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jón Dagur átti flotta innkomu í gær.
Jón Dagur átti flotta innkomu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, var eins og aðrir Íslendingar í skýjunum með sigur karlalandsliðsins gegn Ísrael í umspilinu fyrir Evrópumótið í gær. Leikurinn endaði með frábærum 4-1 sigri Íslands.

Jón Dagur, sonur Þorsteins, er í landsliðinu og spilaði hann seinni hálfleikinn í gær.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Ég hef oft sagt frá því að það er erfiðara að vera foreldri og horfa á fótboltaleik en að stjórna honum sjálfur. Það er miklu erfiðara. Ég skal viðurkenna það að þegar seinna vítið er dæmt, þá var ég staðinn upp og labbaði fyrir aftan sófann. Ég sneri bakið í sjónvarpið og alls konar taktar. Það er erfiðara en ógeðslega gaman þegar vel gengur," sagði Þorsteinn er hann var spurður út í leikinn í gær á fréttamannafundi í dag. Hann var þá að tilkynna hóp sinn fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2025.

Sá misskilningur hefur gengið á milli manna að Jón Dagur hafi fengið boltann í höndina í seinni vítaspyrnu Ísrael í gær. Var meðal annars sagt frá því á fréttamiðlum en Þorsteinn var hissa á því þegar hann las það.

„Hann fékk boltann náttúrulega ekki í höndina. Þið eruð náttúrulega bara blindir. Eruð þið ekki að grínast?" sagði Þorsteinn léttur.

„Það var Gummi Tóta sem fékk boltann í höndina. Það er ekkert flókið. Ég skil ekki hvernig þið gátuð fengið þetta út því ég sá þetta strax. Þið voruð að skrifa og ég hugsaði að þið væruð allir blindir sem voruð á leiknum."

Jón Dagur og Guðmundur voru hlið við hlið í varnarveggnum og eru nokkuð líkir á velli, en einhvern veginn fór það víða að Jón Dagur hefði fengið boltann í höndina. Þegar horft er á atvikið aftur, og aftur, þá sést að er Guðmundur sem fær boltann í höndina - ekki Jón. Þorsteinn, faðir hans, var auðvitað með þetta á hreinu.
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner