Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
„Vonandi getur maður kennt þessum strákum eitthvað"
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
banner
   lau 23. mars 2024 14:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
Gulli á eftir að uppfylla stórmóts drauminn - „Búinn að gera það í mörg ár"
Icelandair
Stuðningurinn hefur mjög mikla þýðingu og vonandi er fólk að klikka með músinni og bóka þessar ferðir út, því við þurfum á því að halda.
Stuðningurinn hefur mjög mikla þýðingu og vonandi er fólk að klikka með músinni og bóka þessar ferðir út, því við þurfum á því að halda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er búinn að gera það í mörg ár, að fara á stórmót er mikill draumur sem ég vonandi fæ uppfylltan
Ég er búinn að gera það í mörg ár, að fara á stórmót er mikill draumur sem ég vonandi fæ uppfylltan
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ég tók því rólega á dag á æfingu, en svo bara byrjar þetta aftur á morgun
Ég tók því rólega á dag á æfingu, en svo bara byrjar þetta aftur á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Guðlaugur Victor Pálsson ræddi við íslenska fjölmiðlamenn á hóteli landsliðsins í Búdapest í dag. Tveir dagar eru frá sigrinum gegn Ísrael og þrír dagar eru í úrslitaleikinn gegn Úkraínu um sæti á EM í sumar.

Sigur í Wroclaw í Póllandi á þriðjudag og þá mun Ísland spila í Þýskalandi í sumar!

„Þetta leggst mjög vel í mig, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt frá því að við komum saman og ennþá skemmtilegra eftir leikinn. Það er mikil jákvæðni og mikil einbeiting. Aðstæðurnar eru frábærar og mikil tilhlökkun," segir Gulli.

Hann var spurður hvort hann væri búinn að ímynda sér það hvernig það væri að fagna sæti á EM með íslenska landsliðinu. Hans fyrsti landsleikir kom árið 2014 og á hann að baki 43 landsleiki. Hann hefur hins vegar ekki farið með landsliðinu á stórmót.

„Ég er búinn að gera það í mörg ár, að fara á stórmót er mikill draumur sem ég vonandi fæ uppfylltan."

Miklu betra lið en Ísrael
Gulli segir að liðið muni kynna sér andstæðinginn betur í kvöld.

„En maður þekkir náttúrulega liðið og einstaklingana í liðinu. Þetta er náttúrulega miklu betra lið en það sem við vorum að mæta núna. Þetta verður mjög erfitt en ef við verðum upp á tíu í öllu okkar þá sé ég ekki hvernig við ættum ekki að geta unnið þá."

Vonandi er fólk að klikka með músinni og bóka sig til Póllands
Hvernig var að fá stuðninginn sem liðið fékk gegn Ísrael?

„Það var skemmtilegt, mjög gaman. Vonandi fáum við sem flesta til Póllands. Stuðningurinn hefur mjög mikla þýðingu og vonandi er fólk að klikka með músinni og bóka þessar ferðir út, því við þurfum á því að halda."

Vinnur þér inn fyrir heppni
Ef horft er til baka á leikinn gegn Ísrael, hvernig lítur hann út?

„Mér fannst þetta allt í lagi, var ekki frábært en ekki slæmt. Á ákveðnum augnablikum sýndum við mjög skemmtilegan fótbolta, spiluðum vel. Við vörðumst mjög vel, vorum vel einbeittir og það voru allir að leggja 100% á sig. Við vorum heppnir, en á meðan menn vinna vinnuna þá vinnur maður líka inn fyrir heppninni."

Tók því rólega á æfingu
Gulli lék allan leikinn á fimmtudagskvöldið en æfði ekki með liðinu í dag.

„Staðan á mér er bara fín. Ég tók því rólega á dag á æfingu, en svo bara byrjar þetta aftur á morgun," segir Gulli sem er bjartsýnn á að spila gegn Úkraínu.

Erfitt tímabil í Belgíu
Í lok viðtals var Gulli spurður út í tímablið með Eupen í Belgíu. Liðið er á leið í fallumspil sem hefst eftir landsleikjahlé. Gulli er í lykilhlutverki í liðinu, hefur byrjað alla leiki og alltaf nema einu sinni leikið 90 mínútur.

„Tímabilið hefur verið mjög erfitt, við erum á leiðinni í fallumspil efir þetta verkefni. Þetta er búið að vera mjög erfitt, þjálfarinn hætti um daginn og mikil óvissa. Ég er með fulla einbeitingu á verkefnið hér og svo kemur þetta umspil."
Athugasemdir
banner
banner
banner