Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   mið 24. apríl 2024 23:27
Sölvi Haraldsson
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er auðvitað frábært fyrir mig persónulega að skora tvö mörk í kvöld. En fyrir liðið er það mjög mikilvægt að hafa náð í sigur og vonandi gefur það okkur byr undir báða vængi fyrir næstu deildarleiki.“ sagði hetja HK í kvöld, George Nunn, en hann skoraði bæði mörk HK í kvöld í 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

HK áttu ekki sinn besta leik í kvöld en náðu í sigur sem er það eina sem skiptir máli.

Við vorum ekki á okkar besta. Við getum alveg gert betur en þetta. Við vorum bara allt í lagi. Ekkert lélegir en ekkert mjög góðir, komumst samt áfram sem skiptir máli.“

George Nunn var hetja HK í kvöld en hann skoraði bæði mörk HK í 2-1 sigri. Seinna markið var stórkostlegt.

Í fyrsta markinu féll boltinn skemmtilega fyrir mig og ég hugsaði bara afhverju ekki að skjóta. Ég held líka að hann hafi farið í varnarmann og þaðan í markið. Seinna markið... wow. Það bara tala fyrir sínu.

George bætti svo við „Þetta var tímabært mark. Ég var búinn að skjóta í slána og markmaðurinn varði vel nokkrum sinnum.

George er nýr leikmaður HK en hann segist lítið vera að fara niður í bæ, það er lítið að gera þar miðað við þegar hann bjó í London segir hann. 

Lífið er gott á Íslandi. Ég hef ekkert farið niður í bæ eða eitthvað svoleiðis. Það er ekkert mikið að gera þar miðað við í London. Ég er bara í Kópavogi á æfingum og fer út í búð.“ sagði George Nunn, hetja HK-manna í kvöld, eftir 2-1 sigur á Þrótti í Mjólkurbikarnum.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner