Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
banner
   mið 24. apríl 2024 23:27
Sölvi Haraldsson
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er auðvitað frábært fyrir mig persónulega að skora tvö mörk í kvöld. En fyrir liðið er það mjög mikilvægt að hafa náð í sigur og vonandi gefur það okkur byr undir báða vængi fyrir næstu deildarleiki.“ sagði hetja HK í kvöld, George Nunn, en hann skoraði bæði mörk HK í kvöld í 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

HK áttu ekki sinn besta leik í kvöld en náðu í sigur sem er það eina sem skiptir máli.

Við vorum ekki á okkar besta. Við getum alveg gert betur en þetta. Við vorum bara allt í lagi. Ekkert lélegir en ekkert mjög góðir, komumst samt áfram sem skiptir máli.“

George Nunn var hetja HK í kvöld en hann skoraði bæði mörk HK í 2-1 sigri. Seinna markið var stórkostlegt.

Í fyrsta markinu féll boltinn skemmtilega fyrir mig og ég hugsaði bara afhverju ekki að skjóta. Ég held líka að hann hafi farið í varnarmann og þaðan í markið. Seinna markið... wow. Það bara tala fyrir sínu.

George bætti svo við „Þetta var tímabært mark. Ég var búinn að skjóta í slána og markmaðurinn varði vel nokkrum sinnum.

George er nýr leikmaður HK en hann segist lítið vera að fara niður í bæ, það er lítið að gera þar miðað við þegar hann bjó í London segir hann. 

Lífið er gott á Íslandi. Ég hef ekkert farið niður í bæ eða eitthvað svoleiðis. Það er ekkert mikið að gera þar miðað við í London. Ég er bara í Kópavogi á æfingum og fer út í búð.“ sagði George Nunn, hetja HK-manna í kvöld, eftir 2-1 sigur á Þrótti í Mjólkurbikarnum.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner