Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 24. apríl 2024 23:27
Sölvi Haraldsson
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er auðvitað frábært fyrir mig persónulega að skora tvö mörk í kvöld. En fyrir liðið er það mjög mikilvægt að hafa náð í sigur og vonandi gefur það okkur byr undir báða vængi fyrir næstu deildarleiki.“ sagði hetja HK í kvöld, George Nunn, en hann skoraði bæði mörk HK í kvöld í 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

HK áttu ekki sinn besta leik í kvöld en náðu í sigur sem er það eina sem skiptir máli.

Við vorum ekki á okkar besta. Við getum alveg gert betur en þetta. Við vorum bara allt í lagi. Ekkert lélegir en ekkert mjög góðir, komumst samt áfram sem skiptir máli.“

George Nunn var hetja HK í kvöld en hann skoraði bæði mörk HK í 2-1 sigri. Seinna markið var stórkostlegt.

Í fyrsta markinu féll boltinn skemmtilega fyrir mig og ég hugsaði bara afhverju ekki að skjóta. Ég held líka að hann hafi farið í varnarmann og þaðan í markið. Seinna markið... wow. Það bara tala fyrir sínu.

George bætti svo við „Þetta var tímabært mark. Ég var búinn að skjóta í slána og markmaðurinn varði vel nokkrum sinnum.

George er nýr leikmaður HK en hann segist lítið vera að fara niður í bæ, það er lítið að gera þar miðað við þegar hann bjó í London segir hann. 

Lífið er gott á Íslandi. Ég hef ekkert farið niður í bæ eða eitthvað svoleiðis. Það er ekkert mikið að gera þar miðað við í London. Ég er bara í Kópavogi á æfingum og fer út í búð.“ sagði George Nunn, hetja HK-manna í kvöld, eftir 2-1 sigur á Þrótti í Mjólkurbikarnum.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner