Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 24. apríl 2024 23:27
Sölvi Haraldsson
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er auðvitað frábært fyrir mig persónulega að skora tvö mörk í kvöld. En fyrir liðið er það mjög mikilvægt að hafa náð í sigur og vonandi gefur það okkur byr undir báða vængi fyrir næstu deildarleiki.“ sagði hetja HK í kvöld, George Nunn, en hann skoraði bæði mörk HK í kvöld í 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í Mjólkurbikarnum.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 HK

HK áttu ekki sinn besta leik í kvöld en náðu í sigur sem er það eina sem skiptir máli.

Við vorum ekki á okkar besta. Við getum alveg gert betur en þetta. Við vorum bara allt í lagi. Ekkert lélegir en ekkert mjög góðir, komumst samt áfram sem skiptir máli.“

George Nunn var hetja HK í kvöld en hann skoraði bæði mörk HK í 2-1 sigri. Seinna markið var stórkostlegt.

Í fyrsta markinu féll boltinn skemmtilega fyrir mig og ég hugsaði bara afhverju ekki að skjóta. Ég held líka að hann hafi farið í varnarmann og þaðan í markið. Seinna markið... wow. Það bara tala fyrir sínu.

George bætti svo við „Þetta var tímabært mark. Ég var búinn að skjóta í slána og markmaðurinn varði vel nokkrum sinnum.

George er nýr leikmaður HK en hann segist lítið vera að fara niður í bæ, það er lítið að gera þar miðað við þegar hann bjó í London segir hann. 

Lífið er gott á Íslandi. Ég hef ekkert farið niður í bæ eða eitthvað svoleiðis. Það er ekkert mikið að gera þar miðað við í London. Ég er bara í Kópavogi á æfingum og fer út í búð.“ sagði George Nunn, hetja HK-manna í kvöld, eftir 2-1 sigur á Þrótti í Mjólkurbikarnum.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner