Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 24. apríl 2024 23:32
Kári Snorrason
Jökull: Pirrandi leikur
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Augnablik tók á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í stórskemmtilegum leik. Þorlákur Breki Baxter braut ísinn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaði Guðni Rafn metin fyrir Augnablik. Guðmundur Baldvin skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu leiksins og kom Stjörnunni í 16- liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  2 Stjarnan

„Þeir voru frábærir og vond frammistaða frá okkur.
Við vorum sloppy og hægir. Vorum ekki nægilega agressívir, vantaði ákefð þetta var bara lélegt."


„Við vissum að þeir vildu pressa, vissum að þeir myndu spila í gegnum pressuna, vissum að þeir yrðu hreyfanlegir og hugrakkir á boltann. Þeir eiga risa hrós skilið, ég vona þeirra vegna að þeir hafi ekki verið að taka „one off" á þessu tempói og þeir haldi svona áfram í 3. deildinni. "

„Það er erfitt að mæta liði sem er svona langt fyrir neðan en það er erfitt að horfa á svona frammistöðu, erfitt að sjá hugarfarið langt frá því sem við viljum hafa það. Pirrandi leikur, þeir fengu færi, við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik, ekki skemmtilegur leikur fyrir okkur að horfa á. Frábært að sjá þá og frábær stemning. Ég held að fyrir áhorfendur var þetta frábært."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner