Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
banner
   mið 24. apríl 2024 23:15
Kári Snorrason
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Augnablik tók á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í stórskemmtilegum leik. Þorlákur Breki Baxter braut ísinn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaði Guðni Rafn metin fyrir Augnablik. Guðmundur Baldvin skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu leiksins. Augnablik kom eflaust flestum á óvart með sinni frábærri frammistöðu.
Hrannar Bogi Jónsson þjálfari Augnabliks kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  2 Stjarnan

„Markmiðið okkar var að hafa þetta leik milli tveggja liða og að geta horft í spegilinn eftir leik og verið stoltir af frammistöðunni og við gerðum það svo sannarlega. Svo byrjar form að „kicka inn" sem er eðlilegt, gríðarlega stoltur."

„Aðalmarkmiðið var að koðna ekki undir því að sjá menn þarna inná sem voru í atvinnumennsku og annað. Við nálgumst leikinn alltaf alveg eins, skiptir ekki máli hvort það sé Stjarnan eða 5. deildar lið. Mjög gaman að sjá hvað menn skiluðu sínu vel."

Hrannar og Jökull unnu saman þegar Jökull þjálfaði Augnablik

„Skrýtið að faðma þjálfara hins liðsins og að grínast í honum fyrir leik. Það er auðvitað gaman, eins og Jölli sagði Augnablik er þannig samfélag að það skilur fullt eftir í hjartanu.
Það var extra gaman að sjá Sindra með bandið hjá Stjörnunni, tveir fyrirliðar uppaldnir í Augnaskólanum leiddu liðin út."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner