Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   mið 24. apríl 2024 23:15
Kári Snorrason
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Augnablik tók á móti Stjörnunni í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í stórskemmtilegum leik. Þorlákur Breki Baxter braut ísinn fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaði Guðni Rafn metin fyrir Augnablik. Guðmundur Baldvin skoraði svo sigurmarkið á 93. mínútu leiksins. Augnablik kom eflaust flestum á óvart með sinni frábærri frammistöðu.
Hrannar Bogi Jónsson þjálfari Augnabliks kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Augnablik 1 -  2 Stjarnan

„Markmiðið okkar var að hafa þetta leik milli tveggja liða og að geta horft í spegilinn eftir leik og verið stoltir af frammistöðunni og við gerðum það svo sannarlega. Svo byrjar form að „kicka inn" sem er eðlilegt, gríðarlega stoltur."

„Aðalmarkmiðið var að koðna ekki undir því að sjá menn þarna inná sem voru í atvinnumennsku og annað. Við nálgumst leikinn alltaf alveg eins, skiptir ekki máli hvort það sé Stjarnan eða 5. deildar lið. Mjög gaman að sjá hvað menn skiluðu sínu vel."

Hrannar og Jökull unnu saman þegar Jökull þjálfaði Augnablik

„Skrýtið að faðma þjálfara hins liðsins og að grínast í honum fyrir leik. Það er auðvitað gaman, eins og Jölli sagði Augnablik er þannig samfélag að það skilur fullt eftir í hjartanu.
Það var extra gaman að sjá Sindra með bandið hjá Stjörnunni, tveir fyrirliðar uppaldnir í Augnaskólanum leiddu liðin út."


Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner