Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Búið að draga í riðla fyrir Copa America - Hvað gera lærisveinar Heimis?
Mynd: Getty Images
Reggístrákarnir hans Heimis Hallgrímssonar munu spila í B-riðli í Suður-Ameríkubikarnum í sumar en dregið var í riðla í gær.

Jamaíka er ein af sex gestaþjóðum mótsins í ár en þjóðin komst þangað með góðum árangri í Þjóðadeildinni.

Lærisveinar Heimis eru í nokkuð sterkum riðli en þeir mæta Mexíkó, Ekvador og Venesúela.

Mótið hefst 20. júní og endar 14. júlí en það fer fram í Bandaríkjunum þetta árið.

A-riðill: Argentína, Perú, Síle og Kanada.

B-riðill: Mexíkó, Ekvador, Venesúela og Jamaíka.

C-riðill: Bandaríkin, Úrúgvæ, Panama og Bólivía.

D-riðill: Brasilía, Kólumbía, Paragvæ og Kosta Ríka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner