Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mán 25. mars 2024 12:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Nokkur spurningamerki fyrir morgundaginn - Mögulegt byrjunarlið
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld, klukkan 19:45 að íslenskum tíma, mætir íslenska landsliðið Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar. Leikurinn fer fram á heimavelli Slask Wroclaw í Póllandi.

Nokkur spurningamerki eru fyrir leikinn og er ákveðin óvissa varðandi þrjá reynsumikla leikmenn íslenska liðsins. Ljóst er að það verður allavega ein breyting á byrjunarliðinu því Arnór Sigurðsson meiddist gegn Ísrael og verður ekki með á morgun.

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði liðsins, var ekki með í undanúrslitaleiknum gegn Ísrael á fimmtudag en var á æfingu bæði í gær og á laugardag. Hann mun ekki sitja fyrir svörum á fréttamannafundi seinna í dag, heldur mun Sverrir Ingi Ingason, sem bara fyrirliðabandið gegn Ísrael, sitja við hlið landsliðsþjálfarans Age Hareide og svara spurningum fréttamanna.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Guðlaugur Victor Pálsson æfði ekki með liðinu á laugardag en tók þátt í að minnsta kosti hluta æfingunnar í gær þegar liðið tók sína síðustu æfingu í Búdapest áður en flogið var yfir til Wroclaw.

Þá gat Arnór Ingvi Traustason ekki klárað leikinn gegn Ísrael. Hann settist í grasið eftir um klukkutíma leik og var tekinn af velli. Hann tók fullan þátt í þeim hluta æfingarinnar sem fjölmiðlamenn máttu sjá á laugardag og var á æfingunni í gær.

Lokaæfing liðsins verður á eftir og fá fjölmiðlamenn að fylgjast með fyrsta stundarfjórðungnum.

Fleiri vangaveltur um byrjunarliðið má nálgast í hlaðvarpsþættinum Aldrei heim sem nálgast má hér neðst. Hér beint fyrir neðan má nálgast mögulegt byrjunarlið fyrir leikinn á morgun. Eins og sjá má er fréttaritari bjartsýnn á að okkar reynslumiklu menn verði klárir í slaginn.

Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Athugasemdir
banner
banner
banner