Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 25. mars 2024 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: Serbía vann Kýpur - Nilsson hetja Svía
Sergej-Milinkovic Savic skoraði eina mark Serba
Sergej-Milinkovic Savic skoraði eina mark Serba
Mynd: Getty Images
Serbía og Svíþjóð kláruðu landsliðsverkefnið á góðum nótum en báðar þjóðir unnu í kvöld.

Serbía lagði Kýpur að velli, 1-0, Sergej-Milinkovic Savic, leikmaður Al-Hilal, skoraði eina mark Serba á 7. mínútu leiksins, en fjórum mínútum síðar klúðraði liðsfélagi hans hjá Al-Hilal, Aleksandar Mitrovic, vítaspyrnu.

Svíar unnu á meðan Albani, 1-0. Gustaf Nilsson, leikmaður Royale Union SG í Belgíu, skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu Dejan Kulusevski á 62. mínútu.

Nilsson, sem er 26 ára gamall, skoraði einnig í leiknum gegn Portúgal á dögunum.

Svíþjóð 1 - 0 Albanía
1-0 Gustaf Nilsson ('62 )

Kýpur 0 - 1 Serbía
0-1 Sergej-Milinkovic Savic ('7 )
0-1 Aleksandar Mitrovic misnotað víti ('11 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner