Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Georgía á EM í fyrsta sinn í sögunni
Georgíumenn voru eðlilega alsælir með að komast á EM
Georgíumenn voru eðlilega alsælir með að komast á EM
Mynd: Getty Images
Georgía er komið á Evrópumótið í Þýskalandi eftir að liðið vann Grikkland eftir vítaspyrnukeppni í kvöld.

Georgíumenn voru staðráðnir í að komast á Evrópumótið í fyrsta sinn í sögunni.

Fyrri hálfleikurinn bauð ekki upp a mikla dramatík. Giorgi Chakvetadze fékk hættulegsta færið er Odysseas Vlachodimos varði aukaspyrnu hans undir lok hálfleiksins.

Síðari hálfleikurinn var ekki ósvipaður. Dómarinn var í því að gefa gul spjöld og dró hann einnig upp rauða spjaldið eftir að varamarkvörður Georgíu lenti í útistöðum við Grikki.

Ekkert var skorað eftir venjulegan leiktíma og ekki kom það í framlengingunni heldur.

Það þurfti því vítaspyrnukeppni til að knýja fram sigurvegara en þar hafði Georgía betur, 4-2. Grikkir settu tvær vítaspyrnur framhjá markinu og reyndist það rándýrt.

Georgía er komið á EM í fyrsta sinn en Grikkir fara heim með sárt ennið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner