Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 31. júlí 2018 14:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 14. umferð: Egilshöllin alveg búin með sinn skammt
Ari Leifsson (Fylkir)
Ari Leifsson.
Ari Leifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Það er virkilega sætt að halda hreinu, sérstaklega miðað við úrslit síðustu leikja og það er ekki slæmt að ná í stig gegn mjög sterku liði Vals," sagði varnarmaður Fylkis, Ari Leifsson sem var frábær í vörn Fylkis í markalausu jafntefli liðsins gegn Val í 14. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi.

Ari Leifsson er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

Jafnteflið gegn Val í gær er annað jafntefli Fylkis gegn Val á tímabilinu. Ari segir að Fylkismenn væru svo sannarlega til í að spila oftar við Val miðað við gengið gegn þeim í sumar.

„Við þyrftum þá samt að fara að taka þrjú stig gegn þeim," sagði Ari léttur í lund. Hann segist vera spenntur fyrir framhaldinu hjá Fylki í deildinni en liðið er í mikilli fallbaráttu um þessar mundir.

„Sérstaklega ef við höldum áfram að leggja okkur 100% í hvern einasta leik og byggja ofan á það. Þá getum við verið sáttir."

Fylkismenn hafa spilað heimaleiki sína í Egilshöllinni hingað til en leikurinn í gær var líklega sá síðasti þar, þar sem nýr gervigrasvöllur félagsins ætti að vera klár fyrir næsta heimaleik.

„Við erum spenntir að fara spila á okkar heimavelli. Ég held að það séu allir sammála því að það verður gott að fara heim í Lautina. Enda er Egilshöllin alveg búin með sinn skammt."

Þetta er fyrsta tímabil Ara í efstu deild þar sem hann er fastamaður. Hann er ekkert að skafa af hlutunum og viðurkennir að hann hefði viljað átt betri frammistöðu í sumar.

„Persónulega finnst mér það mætti ganga aðeins betur en maður reynir að taka bara einn leik í einu og reyna bæta sinn leik."

„Það er mikill munur milli deilda þar sem í Inkasso vorum við mun meira að stjórna leikjum og lið lágu tilbaka gegn okkur. Það var aðeins meiri physical fótbolti heldur en núna þegar við erum meira í þeirri stöðu liggja aðeins neðar og sækja hratt á andstæðinga okkar og þú hefur ekki sama tíma á boltanum."

Ari varð tvítugur í apríl mánuði og hann á að baki fjóra leiki með U-21 árs landsliði Íslands. Hann segist þakka traustið sem hann hefur fengið í sumar.

„Ég er virkilega ánægður með það og er erfitt að kvarta þegar maður fær að spila helling af leikjum á þessum aldri," sagði besti leikmaður 14. umferðar í samtali við Fótbolta.net.

Domino's gefur verðlaun
Ari fær pizzaveislu frá Domino's í verðlaun fyrir að vera leikmaður umferðarinnar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 13. umferðar - Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Leikmaður 12. umferðar - Halldór Páll Geirsson (ÍBV)
Leikmaður 11. umferðar - Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Leikmaður 10. umferðar - Kennie Chopart (KR)
Leikmaður 9. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 8. umferðar - Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Leikmaður 7. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Almarr Ormarsson (Fjölnir)
Leikmaður 5. umferðar - Sito (Grindavík)
Leikmaður 4. umferðar - Aron Jóhannsson (Grindavík)
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner