Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 15. maí 2009 07:00
Magnús Már Einarsson
1.deild: Hvað er að frétta af KA?
Mynd: Fótbolti.net - Gunnar Þórir
Arnar Már Guðjónsson.
Arnar Már Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Guðmundur Karl
Mynd: Guðmundur Karl
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild

KA og Þór eigast við í grannaslag á Akureyri í kvöld og því er ekki úr vegi að kíkja á stemninguna hjá þessum liðum.

Arnar Már Guðjónsson fyrirliði KA svaraði nokkrum spurningum.


Hvernig er stemningin hjá KA þessa dagana? Hún er bara mjög góð, vorum að byrja að æfa á grasi núna í vikunni og er mikil tilhlökkun í mönnum að mótið sé byrjað.

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra? Nei það eru ekki svo miklar breytingar, misstum Elmar Dan fyrirliðann hjá okkur í fyrra, Svo erum við búnir að fá 2 nýja framherja. Annars er þetta sami hópur og ungu strákarnir alltaf að koma meira og meira inní þetta.

Hvernig er stemningin fyrir grannaslagnum í kvöld? Alveg mjög góð, varla hægt annað. Þessir leikir alltaf skemmtilegir og ekki skemmir fyrir að það er spáð blíðskaparveðri og allar aðstæður bjóða uppá stórskemmtilegan leik.

Má búast við fjölmenni á Akureyrarvelli í kvöld? Já ég býst fastlega við því. Þetta eru yfirleitt leikirnir sem fólkið sem mættir ekki venjulega mætir á, og eins og ég sagði áður þá er veðurspáin frábær og vona ég bara innilega að fólk skelli sér á völlinn í kvöldsólinni.

Er rígurinn á milli þessara lið meiri eða minni nú en áður? Ég held að þetta sé alltaf voðalega svipað, ég auðvitað spilaði mína fyrstu grannaslagi í fyrra og er þetta mjög svipað og í fyrra held ég. Kannski aðeins meiri væntingar á bæði liðin hérna á Akureyri og þar af leiðandi meiri spenna núna.

Ykkur er spáð 4.sæti í deildinni. Telur þú að það sé raunhæf spá? Já það held ég, þetta er sætið sem við lentum í í fyrra og lít ég á það þannig að við séum bara sterkari en í fyrra þannig að mér finnst hún alveg raunhæf.

Hver er helsti styrkleiki ykkar? Helsti styrkleiki okkar er klárlega liðsheildin, við erum allir að vinna fyrir hvorn annan og er Dean búinn að aga hópinn vel þannig að það er okkar styrkleiki.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið? Við settum okkur þannig séð engin föst markmið. Alveg ómögulegt að spá fyrir um það, en það hljóta allir að vilja að bæta sig á milli ára og hjá okkur er markmiðið fara bara í hvern leik til að vinna hann.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 1. deildinni í sumar? Deildin er frekar jöfn í ár, en liðin sem féllu niður úr Efstu deild í fyrra hljóta að vera sigurstranglegastir þrátt fyrir afleita byrjun í fyrsta leik hjá Skaganum, en ég ætla að setja pressuna á HK og ÍA

Eitthvað að lokum? Vil bara sérstaklega hvetja fólk til þess að mæta á völlinn í sumar. Það vantaði svolítið uppá það í fyrra en það er að myndast aðeins betri umgjörð í kringum leikina hérna með tilkomu Saggana, alveg tilvalið að mæta á morgunn og rífa sig úr að ofan og öskra aðeins inná völlinn og hvetja sitt lið.

1.deild:
KA (15.maí)
Víkingur Ólafsvík (26.mars)
Þór (15.maí)

2.deild:
BÍ/Bolungarvík (29.apríl)
Hamar (21.apríl)
ÍH/HV (17.apríl)
Reynir Sandgerði (3.apríl)

3.deild:
Árborg (14.maí)
Berserkir (1.maí)
Draupnir (25.mars)
Einherji (16.apríl)
KFR (31.mars)
KFS (30.apríl)
Léttir (8.maí)
Athugasemdir
banner
banner