Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   lau 08. desember 2018 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Genoa: Mistök að ráða Juric aftur
Enrico Preziosi hefur átt Genoa síðustu 15 ár.
Enrico Preziosi hefur átt Genoa síðustu 15 ár.
Mynd: Getty Images
Enrico Preziosi, forseti Genoa, segir það hafa verið mistök að ráða Ivan Juric til starfa hjá félaginu í þriðja sinn en hann var rekinn á dögunum. Cesare Prandelli, fyrrverandi þjálfari Roma, Fiorentina og ítalska landsliðsins, tók við starfinu.

Juric var ráðinn til að taka við Davide Ballardini í síðasta mánuði, en sá síðarnefndi var búinn að vinna þrjá af síðustu fimm leikjum sínum þegar hann var rekinn.

Genoa hefur ekki enn tekist að vinna leik undir stjórn Juric og er Krzysztof Piątek hættur að skora mark á leik. Juric var rekinn eftir neyðarlegt tap í bikarnum gegn nágrönnum sínum Virtus Entella sem leika í C-deild.

„Ég gerði mistök þegar ég endurréði Juric. Ég var sannfærður um að þetta myndi ganga upp í þetta sinn. Ég talaði við Juric eftir leikinn gegn Entella, hann þakkaði mér fyrir tækifærið og sagðist skilja mína stöðu," sagði Juric í viðtali við Il Secolo XIX.

„Hann var óheppinn en gerði líka mistök, þetta gat ekki haldið svona áfram. Prandelli mun laga ástandið, ég er viss um að við munum enda tímabilið í efri hluta deildarinnar.

„Við munum kaupa leikmenn í janúar. Við erum að fylgjast með nokkrum."
s.”
Athugasemdir
banner
banner
banner