Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle hefur leitina að eftirmanni Dan Ashworth
Mynd: FA
Mynd: Getty Images
Það lítur allt út fyrir að Dan Ashworth sé á leið til Manchester United til að taka við sem yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Ashworth er búinn að ná samkomulagi um starfssamning við Manchester United, en Newcastle neitar að hleypa honum burt frá félaginu ódýrt.

Newcastle er sagt vilja um 20 milljónir punda til að leyfa Ashworth að fara, en hann er samningsbundinn félaginu í rúmlega tvö ár til viðbótar.

Það verður að koma í ljós hvort Man Utd sé reiðubúið til að borga svo mikið fyrir Ashworth, en í millitíðinni hefur Newcastle hafið leit að nýjum yfirmanni fótboltamála og sent Ashworth í launað leyfi.

Stjórnendur Newcastle eru búnir að ráða Odgers Berndtson til að leiða leitina að arftaka Ashworth og eru ýmsir öflugir aðilar sem koma til greina.

Phil Giles og Lee Dykes, sem starfa hjá Brentford, koma sterklega til greina ásamt Paul Mitchell og Tiago Pinto, sem störfuðu síðast fyrir AS Mónakó og AS Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner