Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
   fim 25. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dyche: Calvert-Lewin var stórkostlegur
Mynd: Getty Images

Dominic Calvert-Lewin hefur átt í erfiðleikum með meiðsli á þessari leiktíð en hann spilaði allan leikinn gegn Liverpool í gær og átti frábæran leik.


Hann skoraði seinna mark liðsins í 2-0 sigri en hann reyndi að næla sér í fyrra markið en boltinn var kominn yfir línuna áður en hann komst í boltann. Sean Dyche stjóri liðsins var í skýjunum með frammistöðuna hans og hrósaði Jordan Pickford markverði liðsins einnig.

„Mér fannst Calvert-Lewin vera stórkostlegur. Við höfum verið að reyna koma honum á þann stað sem hann þarf að vera á og mér fannst hann fráær. Hann nær í mark og reynir að koma boltanum yfir línuna og ég elska það. Seinna markið var frábær skalli," sagði Dyche.

„Pickford átti nokkrar stórar vörslur í fyrri hálfleik. Það er sjaldgæft að koma í veg fyrir færi hjá svona liði svo maður þarf að nýta sín færi."


Athugasemdir
banner
banner
banner