Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. mars 2024 19:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Chelsea og Newcastle: Fyrsti leikurinn í þrjá mánuði
Cucurella kemur inn í byrjunarlið Chelsea.
Cucurella kemur inn í byrjunarlið Chelsea.
Mynd: EPA
Livramento skoraði gegn Wolves í síðasta leik Newcastle.
Livramento skoraði gegn Wolves í síðasta leik Newcastle.
Mynd: Getty Images
Chelsea og Newcastle mætast í kvöld í lokaleik 28. umferðar í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og fer hann fram á heimavelli Chelsea, Stamford Bridge.

Liðin eru í 10. og 11. sæti og sama hvernig fer þá getur Chelsea ekki komist upp úr 11. sætinu. Newcastle getur hins vegar komist upp í 7. sætið með sigri. Búið er að opinbera byrjunarliðin og má sjá þau hér að neðan.

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, gerir tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Brentford um síðustu helgi. Levi Colwill og Ben Chilwell eru ekki í leikmannahópi Chelsea og inn fyrir þá koma Raheem Sterling og Marc Cucurella. Cucurella er að spila sinn fyrsta leik síðan 10. desember.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, gerir tvær breytingar frá sigrinum gegn Wolves um síðustu helgi. Jacob Murphy tekur sér sæti á bekknum og inn kemur Miguel Almiron. Kieran Trippier missir af leiknum vegna meiðsla og inn í liðið kemur Valentino Livramento.

Byrjunarlið Chelsea: Petrovic; Gusto, Disasi, Chalobah, Cucurella; Enzo, Caicedo, Gallagher, Sterling, Palmer; Jackson.
(Varamenn: Sanchez, Silva, Acheampong, Casadei, Chukwuemeka, Washington, Gilcrhist, Madueke og Mudryk)

Byrjunarlið Newcastle: Dubravka; Livramento, Schär, Botman, Burn; Longstaff, Guimaraes, Willock; Almiron, Isak, Gordon.
(Varamenn: Karius, Anderson, Krafth, Lascelles, Miley, Murphy, Ritchie, Targett, White.)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner