Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. mars 2024 22:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Botnliðið náði stigi af Sevilla en það breytir eflaust litlu
Ocampos hélt líklega að hann væri að tryggja Sevilla sigurinn.
Ocampos hélt líklega að hann væri að tryggja Sevilla sigurinn.
Mynd: Getty Images
Almeria 2 - 2 Sevilla
1-0 Adri Embarba ('38 )
1-1 Dodi Lukebakio ('81 )
1-2 Lucas Ocampos ('86 )
2-2 Marko Milovanovic ('90 )

Niðurstaðan var jafntefli þegar Almeria og Sevilla áttust við í eina leik kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni en síðustu mínútur leiksins voru hressandi.

Leikurinn fór fram á heimavelli Almeria og það voru heimamenn sem komust yfir er Adri Embarba skoraði á 38. mínútu.

Almeria leiddi lengi vel, eða þangað til á 81. mínútu þegar Dodi Lukebakio. Stuttu eftir það kom Lucas Ocampos svo Sevilla yfir. Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótboltanum, en Sevilla náði ekki að halda út þar sem Marko Milovanovic jafnaði í uppbótartímanum.

Lokatölur 2-2 en Sevilla er í 14. sæti á meðan Almeria er á botninum með aðeins tíu stig. Almeria er 14 stigum frá öruggu sæti og bara tímaspursmál hvenær liðið fellur.
Athugasemdir
banner
banner
banner