Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   lau 11. ágúst 2018 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho um Leicester: Þeir eyddu meira en við
Mourinho var sáttur með sigurinn í gær.
Mourinho var sáttur með sigurinn í gær.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, benti á það eftir sigur gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær að Leicester hefði eytt meira en United á leikmannamarkaðnum í sumar.

Man Utd vann leikinn í gær 2-1 með mörkum frá Paul Pogba og Luke Shaw. Jamie Vardy minnkaði muninn fyrir Leicester.

„Þeir eyddu meira en við. Í ensku úrvalsdeildinni verðum við að venjast því að spila við lið sem eru með sömu gæði og við. Gleymið nafninu, gleymið sögunni, gleymið treyjunum, öll lið í þessari deild eru góð lið," sagði Mourinho.

Mourinho fékk Fred, Diogo Dalot og þriðja markvörðinn Lee Grant í sumar, en hann vildi fá fleiri leikmenn. Stjórn United ákvað hins vegar ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum fyrir hann.

„Fótboltinn er að breytast. Knattspyrnustjórar ættu að byrja að láta kalla sig þjálfara og ekkert meira. Við erum með stórt þjálfaralið og við erum frekar yfirþjálfarar en knattspyrnustjórar."

Mourinho sagðist janframt ekki ætla að tjá sig meira um félagskiptagluggann. „Þetta er í síðasta skipti sem ég tala um hann," sagði sá portúgalski.
Athugasemdir
banner
banner