Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 13. maí 2024 21:30
Brynjar Ingi Erluson
McGinn: Munum klæðast Man City-treyjunni á morgun
John McGinn
John McGinn
Mynd: EPA
John McGinn, fyrirliði Aston Villa, var stoltur af endurkomu liðsins í 3-3 jafnteflinu gegn Liverpool í kvöld, en á morgun munu leikmenn skipta um búning og styðja við bakið á Manchester City.

Stigið gerir ekki mikið fyrir Villa, sem þarf nú að treysta á að Tottenham taki ekki sigur gegn Manchester City á morgun.

„Frábært framlag í lok leiks. Við höfðum heppnina aðeins með okkur, en síðustu vikur hafa verið erfiðar og strákarnir verið að spila í gegnum sársaukann. Þessi staður kom okkur í gang,“ sagði McGinn.

Jhon Durán kom inn af bekknum á 81. mínútu og skoraði tvö mörk á sjö mínútum. Það færði Villa stig, sem vildi þó fá öll þrjú stigin til að tryggja Meistaradeildarsætið, en stig verður að duga.

„Stóri Jhon getur stundum verið rosalega klikkaður. Hann er alger martröð að spila gegn, en kannski ekki erfitt fyrir okkur sem leikmenn.“

Á morgun er líklega stærsti leikur tímabilsins fyrir Aston Villa, Arsenal, Manchester City og Tottenham.

Ef Man City vinnur Tottenham þá fer Villa í Meistaradeildina. Það myndi líka svo gott sem gera út um vonir Arsenal á að vinna ensku úrvalsdeildina. Það verða því öll augu á þeim leik.

„Það eru nokkrir hérna sem hafa aldrei verið nálægt því að spila í Meistaradeildinni. Stjórinn er með hugarfar sem býður ekki upp á afsakanir. Fólk hefur afskrifað okkur og við náðum að fljóta undir radarnum. Við munum klæðast treyju Manchester City á morgun,“ sagði McGinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner