Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
England: Chelsea vann toppslag gegn Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Chelsea 3 - 1 Arsenal
1-0 Lauren James ('15)
2-0 Sjoeke Nusken ('21)
3-0 Sjoeke Nusken ('32)
3-1 Catarina Macario ('87, sjálfsmark)

Chelsea og Arsenal áttust við í toppslag ensku ofurdeildarinnar í kvöld þar sem aðeins þrjú stig skildu liðin að í titilbaráttunni.

Heimakonur í Chelsea áttu frábæran fyrri hálfleik þar sem Lauren James skoraði fyrsta mark leiksins eftir stoðsendingu frá Sjoeke Nusken, áður en Nusken bætti sjálf tveimur mörkum við fyrir leikhlé.

Arsenal gerði þrefalda skiptingu í leikhlé og kom Cloé Lacasse einnig inn af bekknum skömmu síðar fyrir Caitlin Foord. Spilamennska Arsenal skánaði ekki mikið við breytingarnar en gestunum tókst þó að minnka muninn á lokakaflanum, þegar hin markheppna Catarina Macario varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 87. mínútu.

Nær komst Arsenal ekki og verðskuldaður 3-1 sigur Chelsea staðreynd, þar sem lærlingar Emma Hayes tróna áfram á toppi ensku deildarinnar.

Chelsea er með 40 stig eftir 16 umferðir, sex stigum fyrir ofan Arsenal sem situr í þriðja sæti. Manchester City er mitt á milli liðanna á stöðutöflunni og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner