Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. mars 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Griezmann ekki með franska landsliðinu í fyrsta sinn síðan 2016
Mynd: Getty Images
Franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann verður ekki með franska landsliðinu í landsleikjahlénu og missir því af æfingalandsleikjum gegn Þýskalandi og Síle.

Þetta verða fyrstu landsleikir sem Griezmann missir af í sjö og hálft ár, eða síðan í nóvember 2016.

Griezmann hefur tekið þátt í síðustu 84 landsleikjum Frakklands í röð frá árinu 2016, en í heildina á hann 44 mörk og 38 stoðsendingar í 127 landsleikjum.

Griezmann var á sínum stað þegar Frakkland vann HM 2018, Þjóðadeildina 2021 og endaði svo í öðru sæti á HM 2022.

Fyrir það var Griezmann einnig í fullu fjöri með Frökkum og endaði sem markahæsti leikmaður mótsins á EM 2016. Griezmann var valinn besti leikmaður mótsins þrátt fyrir að Frakkar hafi endað í öðru sæti.

Griezmann spilaði seinni hálfleikinn í 0-3 tapi Atlético Madrid gegn Barcelona í spænsku deildinni í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner