Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Genoa vill ungan leikmann Inter sem hluta af kaupverði Alberts
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson er eftirsóttur eftir að hafa spilað frábærlega með Genoa á Ítalíu á þessari leiktíð. Hann hefur ekki bara spilað frábærlega með Genoa, því hann átti einnig stórkostlegan leik með íslenska landsliðinu á dögunum.

Það er mikill áhugi á Alberti en stórlið á Ítalíu og Englandi eru að sækjast eftir kröftum hans.

Inter, langbesta lið Ítalíu um þessar mundir, hefur verið nefnt sem eitt af þeim félögum sem hefur áhuga á Alberti en vefmiðillinn FCInterNews segir frá því í dag að Genoa hafi áhuga á að fá leikmann frá Inter sem hluta af kaupverðinu fyrir Albert.

Genoa vill fá að minnsta kosti 30 milljónir evra fyrir Albert en Inter ætlar sér að reyna að lækka verðmiðann með því að senda leikmann í hina áttina. Leikmaðurinn sem Genoa ku hafa mestan áhuga á er hinn 18 ára gamli Francesco Pio Orsitanio.

Hann hefur verið á láni hjá Spezia á tímabilinu og þykir hafa margt fram að færa.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í málum Alberts í sumar en á morgun verður hann í eldlínunni þegar Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu.


Athugasemdir
banner
banner