Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: FHL vann botnslaginn gegn HK
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
FHL 2 - 1 HK
0-1 Brookelynn Paige Entz ('3 )
1-1 Björg Gunnlaugsdóttir ('7 )
2-1 Samantha Rose Smith ('11 )

FHL og HK áttust við í botnslag í B-deild Lengjubikars kvenna og fór viðureignin ótrúlega fjörlega af stað.

Gestirnir úr Kópavogi tóku forystuna strax á þriðju mínútu þegar Brookelynn Paige Entz skoraði, en Björg Gunnlaugsdóttir jafnaði skömmu síðar fyrir FHL.

Það var á elleftu mínútu sem Samantha Rose Smith setti boltann í netið til að snúa stöðunni við og taka forystuna fyrir heimastelpur í Fjarðabyggðarhöllinni.

Hvorugu liði tókst að bæta löglegu marki við leikinn og urðu lokatölur því 2-1 fyrir FHL, sem klifrar upp úr botnsæti B-deildarinnar með þessum sigri.

FHL er með fjögur stig eftir fimm umferðir, á meðan HK situr á botninum með þrjú stig og leik til góða.
Lengjubikar kvenna - B-deild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Afturelding 7 4 2 1 22 - 7 +15 14
2.    Grindavík 7 3 2 2 16 - 17 -1 11
3.    ÍA 7 2 4 1 12 - 10 +2 10
4.    HK 7 3 1 3 11 - 10 +1 10
5.    ÍR 7 3 0 4 10 - 14 -4 9
6.    Fram 7 2 2 3 18 - 21 -3 8
7.    FHL 7 2 2 3 12 - 17 -5 8
8.    Grótta 7 1 3 3 10 - 15 -5 6
Athugasemdir
banner
banner
banner