Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. nóvember 2011 11:09
Magnús Már Einarsson
Gunnar Einars spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis á ný
Gunnar skallar knöttinn í leik gegn Haukum.
Gunnar skallar knöttinn í leik gegn Haukum.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gunnar Einarsson verður spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis í Breiðholti á nýjan leik en frá þessu er greint í Breiðholtsblaðinu. Gunnar verður því hægri hönd Willums Þórs Þórssonar sem tók við þjálfun Leiknis á haustdögum.

Gunnar var spilandi þjálfari Leiknis þegar liðið var undir stjórn Sigursteins Gíslasonar en lét af störfum þegar Sigursteini var sagt upp í sumar.

Gekk Gunnar þá til liðs við Víking í Reykjavík og lék alls tíu leiki með liðinu í Pepsi-deildinni á nýliðnu sumri en Víkingar féllu aftur niður.

Hann er 35 ára og á mikla reynslu að baki, hefur leikið fyrir A-landsliðið ásamt því að leika í atvinnumennsku í Hollandi og Englandi. Hann lék undir stjórn Willums hjá Val 2007 og 2008 en fyrra árið varð hann Íslandsmeistari með liðinu.

Gunnar gekk til liðs við Leikni fyrir tímabilið 2009 þegar hann varð spilandi aðstoðarþjálfari við hlið Sigursteins. Hann mun því fara inn í sitt fjórða tímabil hjá Leikni.
banner
banner