Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 10:12
Elvar Geir Magnússon
Klopp á sínum síðasta fréttamannafundi: Veit að við hefðum getað unnið meira
Jurgen Klopp sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. Í síðasta sinn sem stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp sat fyrir svörum á fréttamannafundi í morgun. Í síðasta sinn sem stjóri Liverpool.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klopp táraðist þegar hann las sum bréf frá stuðningsmönnum.
Klopp táraðist þegar hann las sum bréf frá stuðningsmönnum.
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jurgen Klopp stýrir Liverpool í síðasta sinn á sunnudag, þegar Wolves kemur í heimsókn á Anfield. Klopp sat í morgun fyrir svörum á sínum síðasta fréttamannafundi sem stjóri Liverpool og var víða komið við. Hér skoðum við það helsta:

Um Joel Matip sem er að yfirgefa Liverpool:
„Hann kom á frjálsri sölu, vitið þið um betri mann sem hefur komið frítt? Þú finnur ekki yndislegri persónu en hann. Það félag sem fær hann er heppið því hann er í heimsklassa og ótrúlega auðmjúkur."

Um hvort það eigi að hætta með VAR:
„Þessir menn kunna ekki að nota VAR á réttan hátt. VAR er ekki vandamálið heldur hvernig við erum að nota myndbandstæknina. Það er ekki hægt að skipta fólkinu út svo ég myndi kjósa með því að hætta með VAR."

Um síðustu viku sína sem stjóri Liverpool:
„Þetta hefur verið ein annasamasta vika lífsins, kveðja svona marga. Ég kvaddi leikmenn í gær, við héldum grillveislu. Ég veit ekki hvað ég áritaði margar treyjur. Þetta hefur verið frábær tími og kveðjustundin því erfið."

Um uppskeruna:
„Ég er ánægður. Ég veit að við hefðum getað unnið meira. En ég get ekki breytt því. Ég hefði ekki getað gert neitt öðruvísi. Við hefðum getað unnið Meistaradeildina oftar en það er frábært afrek að komast þrisvar í úrslitaleikinn."

Klopp var myndaður einn á Anfield í vikunni:
„Ég elska Anfield í ræmur. Ég elska þegar völlurinn er fullur. Ég vona að þetta sé ekki mynd fyrir framtíðina, ég einn á vellinum! Anfield er einstakur staður, vegna fólksins. Fólkið gerir leikvanginn að því sem hann er."

Uppáhalds stundir í starfinu:
„Besti fótbolti sem við spiluðum var gegn Man City á þessu tímabili, við náðum aldrei að stýra leik gegn City eins og við gerðum þann dag. Við höfðum aldrei náð að setja þá svona undir pressu. Stórkostlegasta frammistaðan var gegn Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar, besta markið var Alisson Becker gegn West Brom, besta stoðsendingin Trent Alexander-Arnold gegn Barca, besta markvarslan Alisson gegn Roma, besta hælspyrnumarkið Sadio Mane."

Um samband sitt við stuðningsmenn:
„Ég hef fengið svo marga tölvupósta og bréf síðustu mánuði. Ef ég svara þeim öllum verð ég hérna til 2028. Það voru einhverjir líka að biðja um miða... ég táraðist við að lesa sum bréfin. Við eigum mjög sérstaka stuðningsmenn og síðustu níu ár skiptu þá öllu máli. Ég er gríðarlega ánægður með það."

Um tíma sinn í Liverpoolborg:
„Þetta er besta félag sem ég hefði getað ímyndað mér, í mjög sérstakri borg. Það er yndislegt að hafa varið svona miklum tíma af lífi mínu hérna. Ég fékk lyklana að borginni. Þetta hljómar örugglega hlægilega fyrir marga en ef borgin þarf á mér að halda þá er ég til staðar. Ég vil hjálpa eins og ég get."

Um undirbúninginn fyrir síðasta leikinn:
„Þetta er mikil áskorun, ég hef ekki hugmynd um hvað liðið er að hugsa. Fólkið sem er að gera heimildarmyndina bað um að mynda síðasta liðsfundinn, ég sagði nei. Þetta verður erfitt andrúmsloft gegn Wolves, sterku liði. Óheppnasta liði sem ég hef séð þegar kemur að VAR. Ég ætla ekki að sitja hér og láta eins og þetta sé venjulegur leikur, það trúir því enginn."

Eftir að fréttamannafundinum lauk sló Klopp á létta strengi og hélt sérstaka ræðu fyrir þá íþróttafréttamenn sem voru mættir. Hann var svo leystur út með gjöfum frá íþróttafréttamönnunum.

   17.05.2024 08:50
Thiago og Matip yfirgefa Liverpool (Staðfest)

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner