Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 17. maí 2024 10:28
Elvar Geir Magnússon
Van Persie ráðinn stjóri Heerenveen (Staðfest)
Gamli markahrókurinn Robin van Persie.
Gamli markahrókurinn Robin van Persie.
Mynd: Getty Images
Robin van Persie hefur verið ráðinn nýr stjóri hollenska úrvalsdeildarliðsins Heerenveen og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Þessi fyrrum sóknarmaður Manchester United og Arsenal hefur verið að starfa við þjálfun ungra leikmanna Feyenoord.

„Þjálfarastarfið er yfirgripsmikið og krefjandi og ég stunda það af mikilli ástríðu og ánægju,“ segir Van Persie.

„Mig langar að halda áfram að þroskast og þróast í starfinu og þetta starf passar fullkomlega við það markmið.Heerenveen er mjög gott félag með ríka hefð og dygga stuðningsmenn. Það er frábær áskorun að geta lagt sitt af mörkum."


Athugasemdir
banner
banner
banner