Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 08. mars 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aubameyang núna sá markahæsti í sögu Evrópudeildarinnar
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: EPA
Pierre Emerick Aubameyang skoraði tvisvar þegar Marseille vann þægilegan sigur á Villarreal í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Leikurinn endaði 4-0 og er Marseille svo gott sem komið áfram í átta-liða úrslitin.

Aubameyang náði merkum áfanga með tveimur mörkum sínum í gær en hann er núna orðinn markahæsti leikmaður í sögu Evrópudeildarinnar.

Evrópudeildin var stofnuð árið 1971 og hét fyrst Evrópubikarinn en frá stofnun keppninnar hefur enginn leikmaður skorað fleiri mörk í henni en Aubameyang.

Hann hefur núna skorað 32 mörk í keppninni og tók hann fram úr Svíanum Henrik Larsson með mörkum sínum í gær.
Athugasemdir
banner
banner