Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Postecoglou myndi frekar kaupa tvo ódýrari leikmenn
Postecoglou var aðeins nýtekinn við Tottenham þegar félagið seldi Harry Kane fyrir 100 milljónir punda.
Postecoglou var aðeins nýtekinn við Tottenham þegar félagið seldi Harry Kane fyrir 100 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Ange Postecoglou er spenntur fyrir sumrinu sem er framundan þar sem Tottenham mun geta styrkt leikmannahópinn sinn til að reyna að blanda sér í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð.

„Það er rétt að félagið er í frábærri stöðu fjárhagslega og við getum styrkt leikmannahópinn næsta sumar. Það mikilvægasta er að kaupa rétta leikmenn inn, ef við tökum rangar ákvarðanir þá missum við forystuna sem við höfum á leikmannamarkaðinum," sagði Postecoglou.

„Við erum samt ekki í stöðunni til að eyða 100 milljónum í einn leikmann. Ég myndi frekar kaupa tvo leikmenn sem kosta 50 milljónir hvor."

Lærisveinar Postecoglou hjá Tottenham eru í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, fimm stigum eftir Aston Villa í meistaradeildarsæti en liðin mætast í innbyrðisviðureign á morgun. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þennan meistaradeildarslag.
Athugasemdir
banner
banner
banner